16 Október 2003 12:00

Þann 15. október s.l. komu 8 heiðursmenn í heimsókn í Lögregluskóla ríkisins. Ástæða heimsóknarinnar var sú að nákvæmlega 50 árum fyrr, þann 15. október 1953, voru þeir í hópi 19 ungra manna sem voru að hefja lögreglunám sitt.

Af þeim sem hófu lögreglunám þennan dag eru 7 látnir. Fjórir þeirra sem eftir lifa gátu því miður ekki tekið þátt í heimsókninni.

Yfirstjórn skólans tók á móti hópnum og sýndi honum húsnæði og aðstöðu skólans sem vitanlega hefur breyst gríðarlega á hálfri öld. Eftir skoðunarferðina þáðu félagarnir kaffiveitingar á meðan þeim var gerð grein fyrir því hvernig uppbygging og starfssemi Lögregluskólans er í dag. Sömuleiðis rifjuðu félagarnir upp lögreglunám sitt sem að ýmsu leyti var ekki svo frábrugðið því sem það er í dag.

Þessari ánægjulegu heimsókn lauk með því að hópurinn færði Lögregluskólanum að gjöf ritverkið Lagasafn 2003 sem nýlega var gefið út og inniheldur gildandi lög 1. júlí s.l.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Axel Kvaran, Þórir Hersveinsson, Bjarki Elíasson, Arnar Guðmundsson, skólastjóri, Gísli Guðmundsson, Kristján Pétursson og Hallgrímur Jónsson

Á myndina vantar þá Bjarna H. Bjarnason og Tómas Einarsson sem einnig komu í heimsókn en voru því miður farnir þegar myndin var tekin