4 Ágúst 2013 12:00

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Nokkuð var um slagsmál og pústra í Herjólsdal og gista þrír fangageymslu eftir nóttina. Undir morgun var aðili handtekinn í bænum þar sem hann skemmdi bifreið með því að sparka í hana. Hann veitti mikla mótspyrnu við handtöku og hótaði og sparkaði í lögreglumenn. Hann var færður í fangageymslu og verður tekin af honum skýrsla í dag. Annar gistir vegna ölvunar og óspekta. Þriðji aðilinn sem gistir fangageymslu er vegna rannsóknar á fíkniefnamáli en hann var staðinn að því að selja fíkniefni í Herjólfsdal.

Nítján fíkniefnamál komu upp í gærkveldi og nótt og eru þau þá orðin 33 þar sem af er hátíðinni. Lagt hefur verið hald á kókaín, amfetamín og maríhúana. Öll málin í nótt eru svo kallaðir neysluskammtar fyrir utan sölumálið sem áður er getið.

Nokkrar tilkynningar bárust til lögreglunnar vegna slagsmála og líkamsmeiðinga. Ekki er þó ljóst hvort kært verður í þeim málum.

Nokkrar kærður eru vegna umferðarlagabrota. Einn ökumaður vær stöðvaður í morgunsárið vegna gruns um ölvun við akstur og grunur um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn ökumaður var kærður í tvígang þar sem hann var réttindalaus á sömu bifreiðinni.

Í dag mun enn bætast við gesti til Eyja þar sem mikið er bókað með Herjólfi og flestar ferðir fullbókaðar. Einnig er Það er því ekki ólíklegt að um fimmtánþúsund manns muni taka lagið í brekkusöngnum í kvöld. Nú skín sólin í Vestmannaeyjum og var 16 stiga hiti í Vestmannaeyjabæ kl.11:00 í morgun. Veðurspá er mög góð fyrir þennan síðasta sólarhring á Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2013.