4 Júní 2012 12:00

Föstudaginn 01 júní hafði lögreglan í Fjarðabyggð afskipti af ökumanni við venjubundið eftirlit, vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.  Í framhaldinu var farið í húsleit hjá manninum, sem býr í Fjarðabyggð, þar sem lögreglan stöðvaði meðalstóra kannabisræktun og lagði hald á ríflega 500 gr. af kannabisefnum tilbúnum til notkunar og auk þess allan búnað og plöntur á ýmsum stigum ræktunar .  Sami ökumaður var daginn eftir  tekinn fyrir sömu sakir.  Þá var brotist inn í Kirkju og menningarmiðstöðina á Eskifirði , sá aðili náðist á vettvangi, en lítið tjón varð og engu stolið. 

Auk þess voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var mældur á 125 km.

Annars gengu hátíðahöld í kringum sjómannadaginn vel fyrir sig og voru með hefðbundnu sniði.