15 Nóvember 2012 12:00

Málefni Árbæjar, Norðlingaholts og Grafarholts voru til umfjöllunar á fundi í Hraunbæ á þriðjudag. Farið var yfir þróun brota í þessum hverfum, en ástand mála er nokkuð misjafnt eftir því hvar borið er niður. Þannig hefur innbrotum í Árbæ fækkað frá árinu 2007, en á umræddu tímabili hefur ekki orðið sama jákvæða þróunin í Grafarholti og innbrotum þar fjölgað. Eignaspjöllum í Grafarholti hefur hins vegar fækkað um meira en helming frá árinu 2007 á meðan þau virðast standa í stað í Árbæ. Slysum á vegfarendum í báðum þessum hverfum hefur aftur á móti fækkað allnokkuð.

Það var Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri á lögreglustöð 4, sem kynnti afbrotatölur á fundinum, en hann sótti lykilfólk í hverfunum þremur. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður umferðardeildar embættsins, fór yfir það sem sneri að umferðarmálum, en auk þeirra svaraði Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri einnig spurningum fundargesta. Við þetta tækifæri voru einnig kynntar

Frá Árbæ.

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112. Ef erindið er af öðrum toga, og þolir e.t.v. einhverja bið, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is