16 Mars 2016 13:02

Urðarvegur

Vitni óskast að árekstri sem varð fyrir framan hús nr. 51 við Urðarveg á Ísafirði.  Ekki liggur ljóst fyrir hvenær atvikið gerðist en rauð Toyotabifreið stóð á bifreiðastæði við umrætt hús á tímabilinu 19. janúar sl. til 26. febrúar.  Hún hafði ekki verið hreyfð úr stað þennan tíma. Töluverðan snjó skóf að bifreiðinni á þessu tímabili og þegar eigandinn vitjaði hennar komu í ljós miklar skemmdir á vinstri hlið hennar. Þeir sem kunna að búa yfir vitneskju um þetta atvik eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 444 0400.