7 Nóvember 2008 12:00

Á DV.is í dag eru birtar myndir af aðgerðabifreið sérsveitar ríkislögreglustjóra, en eins og kunnugt er hefur sérsveitin á að skipa 2 slíkum bifreiðum. Eldri bifreiðin er nýskráð 30. nóvember 2005 og breytt 30. mars 2006 og yngri bifreiðin er nýskráð 13. febrúar 2007 og breytt 4. febrúar 2008.

Þessar bifreiðar hafa verið í notkun sérsveitar um allnokkurt skeið og voru endurnýjun á eldri bifreiðum sérsveitar. Þær eru ekki óeirðabifreiðar eða fjarskiptastrætisvagn.

Lögreglan á ekki valbeitingarhunda né notast hún við rafbyssur í störfum sínum.

Ríkislögreglustjóri hefur bent á að umfjöllun DV sé uppspuni og staðfestir umfjöllun DV.is það enn frekar.

Ríkislögreglustjóri, 7. nóvember 2008

Aðgerðabifreiðar sérsveitar, myndasafn rls, febrúar 2008.

Aðgerðabifreiðar sérsveitar, myndasafn rls, febrúar 2008.