16 Október 2014 12:00

Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar fyrir árið 2013 liggur nú fyrir. Í henni er m.a fjallað um þróun á fjölda lögreglumanna en þar kemur m.a. fram að hlutfall kvenna hefur aukist úr 11,7% árið 2012 í 12,7% árið 2013.

Þá er fjallað um þær aðgerðir í jafnréttismálum sem embætti ríkislögreglustjóra vann að á árinu 2013, t.a.m skipan fagráðs lögreglunnar sem er skipað utanaðkomandi aðilum og tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar og skipan starfshóps sem hafði það hlutverk að vinna tillögur að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í stefnumótun og ákvörðunum lögreglunnar.

Þá er í samantektinni vikið að næstu skrefum í jafnréttismálum lögreglunnar en meðal þeirra verkefna sem jafnréttisfulltrúi lögreglunnar mun sinna á komandi misserum er að standa fyrir fræðsluátaki innan lögreglunnar til að vinna gegn neikvæðum þáttum vinnumenningar, s.s. einelti og kynferðislegri áreitni.

Samantektina má nálgast hér