21 Júní 2016 13:37

Árleg samantekt um stöðu jafnréttismála lögreglunnar, fyrir árið 2015, er nú komin út. Í henni er m.a. að finna yfirlit um kynjabókhald lögreglunnar miðað við stöðuna 1.febrúar 2015. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur orðið smá breyting á milli ára á hlutfalli kvenna meðal lögreglumanna sem fór úr 13% árið 2014 í 15% árið 2015. Þá er í samantektinni að finna upplýsingar úr aðgerðar- og framkvæmdaáætlun jafnréttismála. Ber þar að nefna áætlun embættanna til að styðja sérstaklega konur meðal lögreglumanna í starfsþróun sinni. Á árinu 2015 barst fagráði lögreglunnar ein tilkynning.

Samantektina má finna hér: Arleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2015