23 Júní 2008 12:00

Fyrsta starfsár lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var um margt eftirminnilegt eins og fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í henni eru rakin helstu verkefni lögreglunnar en viðfangsefnin voru oft og tíðum bæði flókin og krefjandi. Tvö morðmál komu til rannsóknar hjá embættinu og sömuleiðis eitt umfangsmesta fíkniefnamál til þessa. Um þetta og ótal margt fleira má lesa í ársskýrslunni en tölfræði embættisins verða gerð ítarleg skil í annarri skýrslu, Afbrot á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur út síðar á árinu.

Eins og flestir vita voru lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu sameinuð í eitt öflugt lögreglulið, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem tók til starfa 1. janúar 2007. Um aðdraganda þess má einnig lesa í ársskýrslunni en stofnun hins nýja embættis var einn liður í umfangsmiklum breytingum á skipulagi og stjórnun lögreglumála í landinu.

Smellið hér til að lesa ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.