30 Júlí 2009 12:00
Sjaldan hefur reynt jafn mikið á lögregluna og árið 2008. Þetta á ekki síst við um lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem stóð frammi fyrir mörgum krefjandi verkefnum eins og fram kemur í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í henni eru rakin helstu verkefni lögreglunnar sem mátti hafa sig alla við enda var árið 2008 mjög viðburðaríkt. Þess skal getið að tölfræði embættisins verða gerð ítarleg skil í annarri skýrslu, Afbrot á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur út síðar á árinu.
Smellið hér til að lesa ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.