31 Júlí 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt sínu striki árið 2012, líkt og lesa má um í nýútkominni ársskýrslu embættisins. Að venju voru verkefni hennar fjölmörg og ekki öll hefðbundin. Árið 2012 var að mörgu leyti gott frá sjónarhóli lögreglunnar, en þar vóg þungt að innbrotum fækkaði í umdæminu. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gekk líka að mestu áfallalaust, en þar skyggðu vissulega á tvö banaslys. Færri slösuðust hins vegar í umferðinni en árið á undan. Aðgerðir gegn vélhjólagengjum héldu áfram, en mikil áhersla var lögð á að spyrna við fótum gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Fjölmörg fíkniefnamál voru til rannsóknar á síðasta ári og svo mætti áfram telja. Smellið hér til að lesa ársskýrsluna.

Þess skal getið að tölfræði embættisins fyrir árið 2012 verða gerð ítarleg skil í annarri skýrslu, Afbrot á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur út síðar á árinu.