4 Júlí 2014 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta árið 2013, en á hennar borð komu fjölmörg verkefni og oft mjög krefjandi. Ágætur árangur náðist á ýmsum sviðum, en þar ber einna hæst að innbrotum fækkaði verulega og hafa ekki verið færri á ári frá því skráning brota hófst hjá lögreglunni. Í ársskýrslu embættisins er farið yfir helstu verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2013, en skýrsluna má nálgast hér.

Þess skal getið að tölfræði embættisins fyrir árið 2013 verða gerð ítarleg skil í annarri skýrslu, Afbrot á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur út síðar á árinu.