27 Júlí 2006 12:00

Í skýrslunni eru mjög fróðlegar og áhugaverðar upplýsingar um starfsemi embættisins og þau viðfangsefni sem unnið hefur verið að. Meðal annars er fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, uppbyggingarstarfsemi ýmiskonar, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi borgaranna og þjónustuna við þá. Almannavarnir fá nokkra umfjöllun í skýrslunni en vel hefur tekist til með uppbyggingu og starfrækslu almannavarnadeildar embættisins eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta, svo eitthvað sé nefnt. Að síðustu er rétt að nefna fróðlegan samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndum.

Skoðaðu skýrsluna með því að smella á myndina hér fyrir neðan