10 September 2012 12:00

Ársskýrsla ríkislögreglustjóra fyrir árið 2011

Út er komin ársskýrsla ríkislögreglustjóra fyrir árið 2011. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um starfsemi embættisins á liðnu ári og þau mörgu og fjölbreyttu verkefni sem embættið fæst við. Að vanda var unnið að fjölmörgum verkefnum í almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en starfsemin var sérstaklega yfirgripsmikil framan af árinu. Þá var unnin skýrsla að beiðni innanríkisráðuneytisins um embætti lögreglunnar í landinu þar sem ýmsum upplýsingum var safnað saman og þær tengdar lýðfræði- og landfræðilega við lögregluembættin. Einnig vann fíkniefna- og sprengjuleitarhunda teymi ríkislögreglustjóra ötullega að uppbyggingu og eftirliti fíkniefnalöggæslu á árinu, svo nokkuð sé nefnt.

Ársskýrsla ríkislögreglustjóra hefur frá upphafi verið prentuð í hundruðum eintaka og dreift víða. Frá og með næsta ári verður skýrslan aðeins birt á netinu, sem er liður í sparnaði embættisins.

Skýrsluna má nálgast á rafrænu formi hér