27 Júní 2016 09:53

Út er komin ársskýrsla ríkislögreglustjóra fyrir árið 2015. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um starfsemi embættisins á liðnu ári og þau mörgu og fjölbreyttu verkefni sem starfsfólk þess fæst við. Á vordögum 2015 var tilraunaverkefnið með spjaldtölvur í lögreglubílum formlega ýtt úr vör en  upphaflega voru 16 bílar útbúnir spjaldtölvum sem voru í árslok orðnir 20. Reynslan af notkun þeirra hefur verið góð og hefur beiðnum til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra fækkað með tilkomu spjaldtölvanna. Umfang verkefna hjá starfssviði alþjóðadeildar hefur haldið áfram að aukast frá árinu 2013. Þá fjölgaði verkefnatengdum símtölum til lögreglu í gegnum 112 um 50% árið 2015 frá árinu á undan. Í upphafi árs 2015 var tekin ákvörðun um að sækja um rafræn skil á málasafni ríkislögreglustjóra til Þjóðskjalasafns Íslands sem var samþykkt og tók gildi 1. janúar 2016. Lengsta aðgerð í Samhæfingarstöð almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni var á árinu 2015. Samhæfingarstöðin var virk í samtals 220 daga vegna aðgerðarinnar, þar af í 59 daga á árinu 2015 og er þetta lengsta virkjun Samhæfingarstöðvarinnar frá upphafi.

 

Ársskýrslu ríkislögreglustjóra má nálgast hér