8 Júlí 2010 12:00

Ársskýrsla ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009 hefur verið gefin út. Í formála bendir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri m.a. á mikilvægi þess að fækka lögreglustjórum og aðskilja lögreglustjórn frá sýslumannsstarfinu.

Í skýrslunni eru fróðlegar og áhugaverðar upplýsingar um starfsemi embættisins og þau viðfangsefni sem unnið hefur verið að.  Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að nýr vefur lögreglunnar er væntanlegur en ætlunin er að bjóða upp þjónustu á lögregluvefnum sem er sambærileg og veitt er á lögreglustöðvum. Markmiðið er að nýtt fyrirkomulag auðveldi almenningi leyfaumsóknir og upplýsingaöflun hjá lögreglunni. Áætlað er að það muni dragi úr vinnu hjá lögreglunni við meðhöndlun og innslátt tengdra gagna.

Skýrsluna má nálgast á rafrænu formi hér.