15 Mars 2011 12:00

Undanfarin ár hefur ýmislegt breyst til betri vegar í umferðarmálum á höfuðborgarsvæðinu þó enn sé vissulega verk að vinna. Fækkun umferðarslysa hlýtur að vera þar efst á baugi enda um sameiginlegt hagsmunamál allra að ræða. Um þetta og ýmislegt fleira er fjallað í ársskýrslu umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2010. Í henni er leitast við að gefa heildarsýn af ástandi umferðarmála í umdæminu miðað við stefnu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og markmið í málaflokknum. Ársskýrslu umferðardeildar má lesa með því að smella hér. Tekið skal fram að allar tölur í henni eru bráðabirgðatölur.