7 Maí 2010 12:00

Út er komin ársskýrsla umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en henni er ætlað að gefa heildarsýn af ástandi umferðarmála í umdæminu miðað við stefnu embættisins og markmið í málaflokknum. Margt athyglisvert kemur fram í skýrslunni, m.a. að skráðum umferðarslysum hjá lögreglu fækkar verulega frá fyrra ári, eða um 30%, og kærum vegna umferðarlagabrota fækkar sömuleiðis. Ársskýrslu umferðardeildar má lesa með því að smella hér. Tekið skal fram að allar tölur í henni eru bráðabirgðatölur.