26 Ágúst 2011 12:00

26.08.2011
Vikublaðið Fréttatíminn birtir í dag, föstudaginn 26.8.2011, frétt þess efnis að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir, þáverandi settur vararíkissaksóknari, hafi í minnisblaði í febrúarmánuði 2011 gagnrýnt efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og sagt hana skorta faglega yfirstjórn og metnað. Aðrir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um minnisblaðið í dag.
Af þessu tilefni telur ríkislögreglustjóri óhjákvæmilegt að eftirfarandi komi fram:
Þann 14. febrúar 2011 var boðað til fundar í innanríkisráðuneytinu um stöðu gjaldeyrishaftamála. Ráðuneytið boðaði til fundarins. Viðstaddir fundinn voru m.a. fulltrúar Seðlabankans.
Þvert á efni fundarins hóf þáverandi ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, mál sitt á umfjöllun um efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og dreifði skjalamöppu til fundarmanna með minnisblaði, sem nú hefur verið birt opinberlega, og öðrum trúnaðargögnum. Minnisblaðið er dagsett 14. febrúar 2011.
Daginn eftir sendi ríkislögreglustjóri skrifstofustjóra innanríkisráðuneytisins minnisblað vegna dreifingar ríkissaksóknara á embættisbréfum og öðrum trúnaðargögnum á fundinum.
Í minnisblaði ríkislögreglustjóra segir m.a:
„Ríkislögreglustjóri gerði athugasemd við málflutning ríkissaksóknara og minnisblað og dreifingu hans á ofangreindum gögnum. Ríkislögreglustjóri óskaði tvívegis eftir því við ríkissaksóknara að gögnin yrðu ekki afhent fulltrúum Seðlabankans enda fundarefninu óviðkomandi og um embættis- og trúnaðargögn að ræða. Þessu hafnaði ríkissaksóknari og tóku tveir fulltrúar Seðlabankans skjalamöppur ríkissaksóknara með sér af fundinum.
Eins og ríkislögreglustjóri benti á þá koma fram í minnisblaðinu og gögnum ríkissaksóknara úreltar upplýsingar um stöðu og málefni efnahagsbrotadeildar en ekki réttar upplýsingar eins og staðan er í dag eftir endurskipulagningu hennar.
Flest framlagðra gagna varða ekki á nokkurn hátt gjaldeyrishaftamálin né fundarefnið. Það litla sem þó kemur fram um gjaldeyrishaftamálin eru auk þess að sumu leyti úreltar upplýsingar.
Í gögnum þeim sem ríkissaksóknari dreifði til starfsmanna Seðlabankans er að mati ríkislögreglustjóra veist að ónafngreindum og nafngreindum embættismönnum og fyrrverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra.
Í minnisblaðinu segir að það sé mat ríkissaksóknara að efnahagsbrotadeild hafi um árabil skort faglega yfirstjórn og metnað. Ríkislögreglustjóri lýsti furðu sinni á þessum ummælum og óskaði eftir skýringum. Þær fengust ekki.
Ríkissaksóknari er æðsti yfirmaður ákæruvaldsins í landinu og ber sem slíkur mesta ábyrgð á meðferð ákæruvalds og rannsóknarvalds í skatta- og efnahagsbrotamálum.
Að mati ríkislögreglustjóra er alvarlegastur sá trúnaðarbrestur sem felst í því að ríkissaksóknari skuli dreifa embættis- og trúnaðargögnum án heimildar þeirra sem málið varðar þ.á.m. ríkislögreglustjóra.
Þar sem ríkissaksóknari tók ekkert tillit til sjónarmiða ríkislögreglustjóra, eins og að framan er rakið, er þetta minnisblað tekið saman og komið á framfæri við ráðuneytið.“
Við þetta minnisblað ríkislögreglustjóra frá 15. febrúar 2011 er eftirfarandi að bæta:
Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar, gagnrýnir harðlega í fjölmiðlum í dag minnisblað ríkissaksóknara.
Frá bankahruninu haustið 2008 hefur Alþingi gert ríkislögreglustjóra að skera niður í rekstri embættisins sem nemur samanlagt 27% af fjárveitingum.
Eftir skipulags- og mannabreytingar sem gerðar voru í fyrra hefur málastaða í efnahagsbrotadeild batnað til mikilla muna bæði hvað varðar fjölda mála og aldur þeirra.
Í ljósi alls þessa vekur sérstaka athygli að minnisblað ríkissaksóknarans fyrrverandi skuli koma upp á yfirborðið á þeim tímamótum þegar efnahagsbrotadeild sameinast embætti sérstaks saksóknara.
 
 

26.08.2011

Vikublaðið Fréttatíminn birtir í dag, föstudaginn 26.8.2011, frétt þess efnis að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir, þáverandi settur vararíkissaksóknari, hafi í minnisblaði í febrúarmánuði 2011 gagnrýnt efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og sagt hana skorta faglega yfirstjórn og metnað. Aðrir fjölmiðlar hafa einnig fjallað um minnisblaðið í dag.

Af þessu tilefni telur ríkislögreglustjóri óhjákvæmilegt að eftirfarandi komi fram:

Þann 14. febrúar 2011 var boðað til fundar í innanríkisráðuneytinu um stöðu gjaldeyrishaftamála. Ráðuneytið boðaði til fundarins. Viðstaddir fundinn voru m.a. fulltrúar Seðlabankans.

Þvert á efni fundarins hóf þáverandi ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, mál sitt á umfjöllun um efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og dreifði skjalamöppu til fundarmanna með minnisblaði, sem nú hefur verið birt opinberlega, og öðrum trúnaðargögnum. Minnisblaðið er dagsett 14. febrúar 2011.

Daginn eftir sendi ríkislögreglustjóri skrifstofustjóra innanríkisráðuneytisins minnisblað vegna dreifingar ríkissaksóknara á embættisbréfum og öðrum trúnaðargögnum á fundinum.

Í minnisblaði ríkislögreglustjóra segir m.a:

„Ríkislögreglustjóri gerði athugasemd við málflutning ríkissaksóknara og minnisblað og dreifingu hans á ofangreindum gögnum. Ríkislögreglustjóri óskaði tvívegis eftir því við ríkissaksóknara að gögnin yrðu ekki afhent fulltrúum Seðlabankans enda fundarefninu óviðkomandi og um embættis- og trúnaðargögn að ræða. Þessu hafnaði ríkissaksóknari og tóku tveir fulltrúar Seðlabankans skjalamöppur ríkissaksóknara með sér af fundinum.

Eins og ríkislögreglustjóri benti á þá koma fram í minnisblaðinu og gögnum ríkissaksóknara úreltar upplýsingar um stöðu og málefni efnahagsbrotadeildar en ekki réttar upplýsingar eins og staðan er í dag eftir endurskipulagningu hennar.

Flest framlagðra gagna varða ekki á nokkurn hátt gjaldeyrishaftamálin né fundarefnið. Það litla sem þó kemur fram um gjaldeyrishaftamálin eru auk þess að sumu leyti úreltar upplýsingar.

Í gögnum þeim sem ríkissaksóknari dreifði til starfsmanna Seðlabankans er að mati ríkislögreglustjóra veist að ónafngreindum og nafngreindum embættismönnum og fyrrverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra.

Í minnisblaðinu segir að það sé mat ríkissaksóknara að efnahagsbrotadeild hafi um árabil skort faglega yfirstjórn og metnað. Ríkislögreglustjóri lýsti furðu sinni á þessum ummælum og óskaði eftir skýringum. Þær fengust ekki.

Ríkissaksóknari er æðsti yfirmaður ákæruvaldsins í landinu og ber sem slíkur mesta ábyrgð á meðferð ákæruvalds og rannsóknarvalds í skatta- og efnahagsbrotamálum.

Að mati ríkislögreglustjóra er alvarlegastur sá trúnaðarbrestur sem felst í því að ríkissaksóknari skuli dreifa embættis- og trúnaðargögnum án heimildar þeirra sem málið varðar þ.á.m. ríkislögreglustjóra.

Þar sem ríkissaksóknari tók ekkert tillit til sjónarmiða ríkislögreglustjóra, eins og að framan er rakið, er þetta minnisblað tekið saman og komið á framfæri við ráðuneytið.“

Við þetta minnisblað ríkislögreglustjóra frá 15. febrúar 2011 er eftirfarandi að bæta:

Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar, gagnrýnir harðlega í fjölmiðlum í dag minnisblað ríkissaksóknara.

Frá bankahruninu haustið 2008 hefur Alþingi gert ríkislögreglustjóra að skera niður í rekstri embættisins sem nemur samanlagt 27% af fjárveitingum.

Eftir skipulags- og mannabreytingar sem gerðar voru í fyrra hefur málastaða í efnahagsbrotadeild batnað til mikilla muna bæði hvað varðar fjölda mála og aldur þeirra.

Í ljósi alls þessa vekur sérstaka athygli að minnisblað ríkissaksóknarans fyrrverandi skuli koma upp á yfirborðið á þeim tímamótum þegar efnahagsbrotadeild sameinast embætti sérstaks saksóknara.