10 Júní 2013 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum kærði um helgina átján ökumenn fyrir of hraðan akstur. Langflest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 136 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þá óku þrír ökumenn enn á negldum hjólbörðum og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur bifreiðum, annarra þar sem hún var ótryggð og hin hafði ekki verið færð til endurskoðunar innan tímamarka.

Sagði kannabis vera hor
 
Við hefðbundið eftirlit um helgina kom lögreglan á Suðurnesjum auga á kyrrstæða bifreið, sem ekki er í frásögur færandi. En þegar lögreglubifreiðin nálgaðist hana stukku tveir menn út úr henni og tóku til fótanna. Á hlaupunum missti annar þeirra lítinn plastpoka úr vasa sínum. Lögreglumenn hlupu hlaupagikkina uppi og óskuðu eftir að fá að leita á þeim, sem þeir urðu við. Í veski annars mannsins fannst efni, sem vafið var inn í salernispappír. Hann tjáði lögreglumönnunum fyrst að þetta væri hor, en játaði síðan að um væri að ræða kannabis, sem hann svo afsalaði sér.
 

Sagði kannabis vera hor

Við hefðbundið eftirlit um helgina kom lögreglan á Suðurnesjum auga á kyrrstæða bifreið, sem ekki er í frásögur færandi. En þegar lögreglubifreiðin nálgaðist hana stukku tveir menn út úr henni og tóku til fótanna. Á hlaupunum missti annar þeirra lítinn plastpoka úr vasa sínum. Lögreglumenn hlupu hlaupagikkina uppi og óskuðu eftir að fá að leita á þeim, sem þeir urðu við. Í veski annars mannsins fannst efni, sem vafið var inn í salernispappír. Hann tjáði lögreglumönnunum fyrst að þetta væri hor, en játaði síðan að um væri að ræða kannabis, sem hann svo afsalaði sér.