28 Maí 2010 12:00

Á sýsluskrifstofunni á Ísafirði fer fram utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. 

Nú í morgun kom í ljós að einn þeirra stimpla sem notaðir eru við þá atkvæðagreiðslu var horfinn úr kjörklefanum. 

Þeir eða sá sem er með stimpilinn undir höndum er vinsamlegast beðinn um að skila honum á sýsluskrifstofuna á Ísafirði sem fyrst.  Einnig má koma upplýsingum um atvikið til sýsluskrifstofunnar, í síma 450 3700.