12 Maí 2015 10:05

Átta ökumenn hafa á undanförnum dögum verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90. km. á klukkustund.  Annar ökumaður, sem kærður var fyrir hraðakstur var án ökuréttinda og að auki eftirlýstur vegna vararefsingar.

Þá fjarlægði lögregla skráningarnúmer af þremur bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.