10 Maí 2016 12:51

Átta ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Þarf af var helmingurinn erlendir ferðamenn. Einn af hinum síðarnefndu ók hraðast eða á 135 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þá urðu tólf ökumenn fimm þúsund krónum fátækari hver þar sem þeir höfðu lagt bifreiðum sínum ólöglega. Númer voru fjarlægð af fimm bifreiðum sem ýmist voru ótryggðar eða óskoðaðar í umferðinni. Loks voru tveir staðnir að ölvunarakstri og einn ók undir áhrifum fíkniefna.