27 Október 2010 12:00
Lögregluskóli ríkisins vill vekja athygli á því að Ríkislögreglustjórinn hefur auglýst inntöku nýnema í grunnnámsdeild Lögregluskóla ríkisins.
Námið skiptist í bóknám og starfsnám og gert er ráð fyrir að það hefjist þann 1. febrúar 2011. Það skal standa yfir í a.m.k. tólf mánuði og þar af skal starfsnám í lögreglu ríkisins vera a.m.k. fjórir mánuðir.
Nauðsynlegt er að taka fram að fyrirhugaðar eru breytingar á ákvæðum lögreglulaga og kjarasamningi Landssambands lögreglumanna, varðandi launagreiðslur til nemenda í bóknámi við Lögregluskóla ríkisins.
Breytingarnar lúta að því að allt bóknám nemenda í grunnnámsdeild skólans verði ólaunað en nemendur fái greidd laun meðan á starfsnámi þeirra stendur. Þessar fyrirhuguðu breytingar eru forsenda þess að Lögregluskóli ríkisins taki inn nýnema árið 2011.
Upplýsingar um inntökuskilyrði, inntökuferli, inntökupróf og tilhögun grunnnáms er að finna hér til hliðar.
Upplýsingar um upphaf og tilhögun grunnnáms eru birtar með þeim fyrirvara að fyrirhugaðar breytingar á launakjörum nemenda nái fram að ganga.
Umsóknarfrestur um skólavist er til 15. nóvember 2010.