9 Apríl 2005 12:00
Lögregluskóli ríkisins vill vekja athygli á auglýsingu embættis Ríkislögreglustjórans þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að taka inn a.m.k. 32 nýnema í almennt lögreglunám í Lögregluskóla ríkisins árið 2006.
Allar nánari upplýsingar um inntöku nýnema er að finna hér á Lögregluvefnum og eru þeir sem hafa áhuga á því að sækja um skólavist hvattir til að kynna sér þær ítarlega áður en þeir senda inn umsókn sína.