20 Desember 2010 12:00

Tvær síðustu helgar hefur sérsveit ríkislögreglustjóra tekið þátt í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 750 ökumenn voru stöðvaðir.  Markmið eftirlitsins er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkniefnaakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni.  Um hefðbundið átak er að ræða í desembermánuði sem sérsveitin hefur tekið þátt í undanfarin ár.