25 Ágúst 2010 12:00

Framhaldsskólar og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu eru teknir til starfa að loknum sumarleyfum og má því búast við að umferð þyngist á álagstímum. Ökumenn eru beðnir um að hafa þetta í huga og gera ráð fyrir að ferðatími til og frá vinnu kunni að aukast nokkuð frá því sem verið hefur.

Síðustu ár hefur slysum í  umferð fjölgað í endaðan ágúst og í september með aukinni umferð. Ökumenn eru af þessu tilefni hvattir til að sýna sérstaka aðgát. Bent er á að flest umferðarslys verða við aftanákeyrslu og því mikilvægt að gæta að því að gott bil sé milli ökutækja.

Lögreglan mun á næstunni kappkosta að vera sýnileg á helstu umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins og grípa inn í og aðstoða þar sem þess er þörf. Hún mun og vera við grunnskóla í umdæminu til að minna ökumenn á aðgæslu enda margir vegfarendur að stíga þar sín fyrstu spor í umferðinni.

Lögreglan hefur fengið ábendingar um hraðakstur við nokkra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og mun af þeim sökum vera þar með ómerkta bifreið við hraðamælingar, auk hins sýnilega eftirlits. Þeir ökumenn sem aka of hratt miðað við aðstæður mega búast við sektum.

Á meðfylgjandi töflum má sjá að hvaða grunnskólum eftirlitið beinist að sérstaklega og hvaða daga lögregla verður þar við mælingar:

Dagur

Reykjavík – Mosfellsbær – Seltjarnarnes

Dagur

Kópavogur

Dagur

Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes

24.08.

Austurbæjarskóli

17.09.

Digranesskóli

08.09.

Áslandsskóli

24.08.

Ísaksskóli

17.09.

Hjallaskóli

08.09.

Barnask. Hjallastefnunar

25.08.

Hlíðaskóli

20.09.

Snælandsskóli

09.09.

Víðistaðaskóli

25.08.

Melaskóli

21.09.

Kópavogsskóli

09.09.

Setbergsskóli

26.08.

Vesturbæjarskóli

21.09.

Smáraskóli

10.09.

Hvaleyrarskóli

26.08.

Hagaskóli

22.09.

Vatnsendaskóli

13.09.

Lækjarskóli

27.08.

Langholtsskóli

23.09.

Kársnesskóli

13.09.

Barnask. Hjallast. Vífilsstöðum

27.08.

Laugarnesskóli

23.09.

Salaskóli

14.09.

Flataskóli-Garðaskóli

30.08.

Selásskóli

14.09.

Hofsstaðaskóli

30.08.

Ölduselsskóli

15.09.

Sjálandsskóli

31.08.

Víkurskóli

15.09.

Álftanesskóli

31.08.

Foldaskóli

01.09.

Ingunnarskóli

01.09.

Breiðholtsskóli

02.09.

Árbæjarskóli

02.09.

Ártúnsskóli

03.09.

Borgaskóli

06.09.

Fellaskóli

06.09.

Háteigsskóli

07.09.

Seljaskóli

27.09.

Varmárskóli

27.09.

Krikaskóli

29.09.

Mýrarhúsa-Valhúsaskóli