22 Júní 2011 12:00

Embætti ríkislögreglustjóra hefur verið úthlutað 33 milljónum samkvæmt samgönguáætlun og umferðaröryggisáætlun Alþingis til að halda uppi umferðareftirliti á þjóðvegum landsins í sumar. Um er að ræða aukið umferðareftirlit til við bótar því hefðbundna sem embættin halda úti hvert í sínu umdæmi. Í eftirlitinu er lögð sérstök áhersla á hraðakstursbrot og notkun bílbelta.

Við skiptingu fjármagnsins á milli lögregluembætta var stuðst við svartblettagreiningu Vegagerðarinnar. Þar kemur fram hvaða vegir eru taldir hættulegri en aðrir og því gæti verið meiri slysahætta á þeim vegum þegar ekið er yfir hámarkshraða. Lögð er áhersla á að tryggja sem best löggæslu á þjóðvegum landsins, ekki síst þar sem um miklar vegalengdir og varasamt landssvæði er um að ræða. Þá hefur ríkislögreglustjóri jafnframt lagt mikla áherslu á að styrkja lögregluembættin á landsbyggðinni.

Þetta aukna umferðareftirlit stendur yfir frá júní fram í september .

Meðfylgjandi er listi yfir skiptingu fjarmagnsins til lögregluembættanna.

Embætti

Úthlutað 2011

Höfuðborgarsvæðið

3.688.798

Suðurnes

4.104.870

Selfoss

4.350.000

Hvolsvöllur

3.755.934

Eskifjörður

2.000.000

Seyðisfjörður

1.696.720

Húsavík

1.300.000

Akureyri

3.500.000

Sauðárkrókur

750.000

Blönduós

3.500.000

Snæfellsnes

603.678

Akranes

750.000

Borgarnes

3.000.000

Alls   =

33.000.000