26 Júlí 2005 12:00

Lögreglan á Patreksfirði hefur verið við hraðamælingar á Vestfjarðavegi þjóðveg nr. 60 milli Flókalundar  og Gilsfjarðarbrúar undanfarna daga og hefur umferðarhraði almennt verið vel innan hraðamarka.  Af 125 bílum sem mældir voru einn daginn voru aðeins tveir  lítillega yfir leyfðum hámarkshraða.  Átti þetta jafnt við á malarvegum og vegum með bundnu slitlagi.   Af þessum 125 bílum sem mældir voru drógu 20 bílar fellihýsi eða tjaldvagna og voru allir innan leyfðra hraðamarka slíkra bíla.  Öflugu umferðareftirliti verður haldið áfram næstu vikur.