17 Desember 2020 17:01

Aðgerðastjórn í samvinnu við umdæmislækni sóttvarna á Austurlandi áréttar tilmæli sóttvarnalæknis um að íbúar fari ekki milli landshluta án brýnnar ástæðu. Er í því sambandi sérstaklega áréttað að engin óviðkomandi umferð verði til Seyðisfjarðar meðan hættustig er í gildi vegna aurflóða. Þetta er gert til að halda sóttvarnir og koma í veg fyrir möguleg COVID smit. Þannig eru t.d. ferðamenn, fréttamenn, tilkallaðir sérfræðingar og fleiri sem hyggjast halda til Seyðisfjarðar meðan ástand þetta varir, beðnir að leita áður til lögreglunnar í síma 444 0600 eða á netfangið austurland@logreglan.is.