16 Desember 2020 16:13

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu má gera ráð fyrir talsverðri úrkomu frá klukkan 17 í dag á Austfjörðum sem stendur fram á kvöld. Þá dregur aðeins úr henni fram til klukkan 17 á morgun þegar bætir í að nýju. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu mun í gildi frá klukkan 17 í dag til klukkan 9 í fyrramálið. Staðan þá endurskoðuð.

Rýming húsa á Seyðisfirði mun því standa fram á morgun þegar staðan verður tekin að nýju. Gert er ráð fyrir að þeir sem enn eru á rýmingarsvæði að huga að eignum sínum verði farnir af svæðinu eigi síðar en kl. 16:30 í dag.