19 Desember 2020 11:32

Fundur var í morgun haldinn með almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, aðgerðastjórn á Austurlandi ásamt Veðurstofunni vegna atburða á Seyðisfirði. Unnið er að stöðumati á innviðum eins og rafmagni, vatnsveitu, fráveitu og fleira. Þá er hættustig vegna aurskriða og neyðarstig almannavarna eftir atburði gærdagsins.

Af þessum sökum er rýming Seyðisfjarðar enn í gildi og verður í dag. Staða rýmingar verður metin að nýju í fyrramálið.

Aðgerðastjórn er á Egilsstöðum í björgunarsveitarhúsinu að Miðási 1. Hægt er að leita frekari upplýsinga þar ef óskað er. Næsta tilkynning verður send milli klukkan 13 og 14 í dag.