19 Desember 2020 19:23

Sprungur milli Búðarár og Nautaklaufar á Seyðisfirði voru skoðaðar í dag með flygildum. Veðurstofa Íslands fer yfir gögnin í kvöld og í fyrramálið.  Vatnsþrýstingur hefur farið minnkandi í jarðvegi.

Aðgerðarstjórn og Samhæfingastöðin hafa nýtt daginn til að skipuleggja komandi hreinsun og björgunarstörf og setja upp áætlanir þegar óhætt verður að fara inná hættusvæðið.

Neyðarstig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði eftir að aurskriður féllu á bæinn í gær og íbúar hafa ekki enn snúið aftur. Næsta tilkynning verður send milli klukkan 11 og 12 á morgun.