21 Desember 2020 18:37

Enn er verið að rýna gögn er varða stöðugleika á svæðinu. Samkvæmt mati þykir rétt að halda rýmingu áfram óbreyttri til morguns.

Þar sem tilkynningar þessar hafa á stundum dregist miðað við upphafleg áform þá er næsta tilkynning tímasett klukkan 12 á morgun. Liggi fyrir tíðindi fyrir þann tíma munu þau send án tafar.