22 Desember 2020 21:20

Aðstæður í Botnabrún voru skoðaðar sérstaklega í dag og er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur eru á skriðu sem skapað geti hættu neðan Múlavegar (gullitað á korti sem fylgir).  Fólki er því heimilt að snúa aftur heim í þau hús.

Þegar þessi tilkynning er send út, þá er í gildi rýming á því svæði sem er litað rautt og er sú ákvörðun í gildi til 27. desember.