29 Desember 2020 19:38

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:

  • Rýmingu aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði
  • Áfram í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði.


Sérfræðingar Veðurstofu Íslands könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag og ekki er að sjá neinar breytingar að ráði frá því fyrir jól. Einnig hefur hreyfing verið mæld daglega og er hún lítil sem engin. Því er talið að stöðugleiki hafi aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta frekari rýmingu. Enn er í gildi rýming á því svæði sem er rauðlitað á meðfylgjandi korti. Staðan í farvegi stóru skriðunnar sem féll föstudaginn 18. desember og í nágrenni hennar verður skoðuð frekar á morgun.

Þeir sem eiga hús við neðangreindar götur geta snúið aftur:

  • Botnahlíð
  • Bröttuhlíð
  • Baugsveg
  • Austurveg

Þjónustumiðstöð almannavarna er opin á milli 11-18 í Herðubreið á Seyðisfirði. Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið sey@logreglan.is og hringja í 839 9931 utan opnunartíma.