17 Ágúst 2006 12:00

Tveir menn, 34 og 21 árs, létust í umferðarslysi á Garðskagavegi í gærkvöldi laust eftir kl. 19:00. Slysið átti sér stað rétt norðan við Sandgerði þegar fólksbifreið og lítil sendibifreið skullu saman. Þrír menn voru í bif­reiðunum. Einn var úrskurðaður látinn á vettvangi en annar á Landspítala- háskóla­sjúkrahúsi. Sá þriðji, 17 ára, liggur á gjörgæslu mikið slasaður.