19 Mars 2007 12:00
Laust fyrir hádegið í dag varð banaslys við Hjallanes á Reyðarfirði.
Maður var að tengja dráttarvagn við bifreið, á geymslusvæði á Hjallanesi við Reyðarfjörð. Hann klemdist á milli bifreiðarinnar og vagnsins.
Lífgunartilraunir báru ekki árangur, og lést maðurinn af áverkum þeim sem hann hlaut við slysið.
Engar frekari upplýsingar frá lögreglu er að hafa á þessari stundu.
Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu.
Málið er til frekari rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði.