18 September 2016 10:59

Tilkynning barst lögreglunni kl. 00:23 í nótt um bílveltu á Útnesvegi skammt austan við Arnarstapa. Einn maður lést í bílveltunni. Kona sem einnig var í bílnum var flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglan á Vesturlandi er með slysið í rannsókn. Frekari upplýsingar ekki veittar að svo stöddu.