18 September 2016 03:07

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning, klukkan 22:55 í gærkvöld, laugardag, um alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi á Sólheimasandi skammt vestan við Pétursey.   Erlendur karlmaður lést er hann varð fyrir bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg.  Ökumaður bifreiðarinnar var erlendur ferðamaður.  Sá látni var í tíu manna hóp á tveimur bifreiðum.  Bifreiðarnar voru stöðvaðar í vegkantinum og fólkið fór út úr þeim.  Ekki liggur fyrir með hvaða hætti slysið bar að en lögreglan á Suðurlandi rannsakar slysið og aðdraganda þess.  Fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa kom á staðinn.  Þjóðveginum var lokað í um þrjár klukkustundir á meðan vettvangsrannsókn fór fram.