5 Janúar 2009 12:00

Karlmaður sem varð fyrir sendibifreið á Suðurlandsvegi austan við Selfoss var úrskurðaður látinn skömmu eftir slysið.  Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi hefur rannsókn slyssins með höndum en Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsakar það sjálfstætt.  Á  þessu stigi er ekki hægt að segja nokkuð um tildrög þessa hörmulega slyss en rannsókn mun væntanlega leiða það í ljós. Tilkynnt var um slysið um kl. 07:50 í morgun en það varð á Suðurlandsvegi á móts við gamla Laugardælaveginn. Vegurinn var blautur og mikið myrkur en veður gott. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna á þessu stigi. Lögreglan biður alla þá sem áttu leið um Suðulandsveg á þessum vegarkafla á tímabilinu milli kl. 07:45 til 07:55 að hafa samband við lögregluna í síma 480 1010.