30 Október 2016 18:11

Kl. 08:44 í morgun var Lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um umferðarslys skammt frá Fagurhólsmýri í Öræfum.   Þar reyndist dökkgræn Toyota Landcruser bifreið árgerð 2001 hafa farið út af vegi og oltið.  Ökumaður hennar,  íslenskur karlmaður á átjánda aldursári, sem var einn á ferð, hafði kastast út úr bifreiðinni og var úrskurðaður látinn á vettvangi slyssins.  Talið er að hann hafi farið frá Höfn áleiðis vestur Suðurlandsveg um miðnótt og eitthvað hafi verið umliðið frá því slysið varð þar til það uppgötvaðist.  Þeir sem telja sig hafa orðið vara við bifreiðina eða kunna að hafa upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á netfanginu sudurland@logreglan.is, á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurlandi, eða í síma 444-2000