7 Ágúst 2013 12:00

Banaslys varð á Suðurlandsvegi skammt frá Þingborg í dag þegar sendibifreið og vörubifreið sem komu úr gagnstæðum áttum rákust á.   Ökumaður sendibifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.  Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús á Selfossi en er ekki alvarlega slasaður.  Suðurlandsvegur er lokaður vegna þessa og verður um tíma áfram.  Umferð var beint um Villingaholtsveg og Urriðafossveg en vandamál sköpuðust vegna þess hve Urriðafossvegur er þröngur.  Nú er verið að greiða úr þeim vandamálum.   Örugg leið fyrir þá sem nauðsynlega þurfa að komast er um Skeiðaveg og Skálholtsveg.

Frekari upplýsingar er ekki unnt að gefa að sinni.

Ekki er vitað um tildrög slyssins en lögregla biður hugsanleg vitni, sem lögregla hitti ekki á á vettvangi,  að hafa samband í síma 480 1010