30 Mars 2022 14:18

Karlmaður, sem var einn á ferð á vélsleða um kvöldmatarleitið í gær, lést eftir að hafa lent í slysi nærri Bröttubrekku á Vesturlandi.  Vélsleðamenn sem áttu leið um fundu hinn látna en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur.

Banaslysið er til rannsóknar.