16 Júlí 2004 12:00

Ekið var á unga stúlku, tæplega 15 ára gamla með þeim afleiðingum að hún lést.  Talið er að hún hafi látist samstundis.  Tildrög slyssins eru óljós, en stúlkan var á gangi ásamt 6 ára gömlu barni eftir þjóðvegi nr. 62, sem liggur niður dalinn  Bíldudal áleiðis inn í bæinn.  Tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 18:19 í gegnum neyðarlínuna 112 og voru þá strax gerðar ráðstafanir, kallaður til læknir og sjúkrabíll, einnig var þyrla LGH kölluð til og lenti hún við slysstað kl. 19:34.  Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp nafn hinnar látnu og er málið í rannsókn lögreglu.