4 Júní 2004 12:00

Kl. 20:39 var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Garðbraut í Garði. Þar hafði orðið árekstur með bifhjóli og fólksbifreið. Báðum ökutækjunum hafði verið ekið norður Garðbraut. Ökumaður bifreiðarinnar hugðist snúa bifreið sinni við á veginum en þá var bifhjólinu ekið í hlið bifreiðarinnar. Ökumaður bifhjólsins, 42 ára karlmaður, var fluttur þungt haldinn til slysadeildar Landsspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn.