16 Október 2009 12:00

Tilkynnt var um alvarlegt umferðarslys í Haukadalsskógi ofan við Geysi í Haukadal um kl. 14:45 í dag. Þar var um 20 manna hópur erlendra ferðamanna á fjórhjólum. Einn ferðamannanna slasaðist alvarlega en tildrög þess hvernig það atvikaðist eru óljós. Læknir úrskurðaði ferðamanninn, sem er á sextugs aldri,  látinn þegar komið var á vettvang.

Hópurinn var fluttur á lögreglustöðina á Selfossi og mun í framhaldi af því halda á hótel í Reykjavík þar sem fulltrúi sendiráðs þeirra hittir á þau og einnig hefur Landsbjörg gengið frá því að þeim verði veitt viðeigandi áfallahjálp.

Lögreglumenn frá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi vinna að rannsókn málsins og nýtur aðstoðar sérfræðings í bíltæknirannsóknum o.fl.

Ekki er unnt að veita nánari upplýsingar um tildrög málsins að svo stöddu.