10 Apríl 2011 12:00

Laust fyrir klukkan 07:00 í morgun var lögreglunni á Egilsstöðum tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í Langadal skammt vestan við veginn til Vopnafjarðar.  Um er að ræða fólksbifreið með tveim karlmönnum í.  Um kl. 08:00 var annar mannanna úrskurðaður látinn en hinn var minna slasaður.  Búið er að hafa samband við aðstandendur.  Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Eskifirði í samvinnu við lögregluna á Egilsstöðum.

Frekari upplýsingar verða ekki gefnar að svo stöddu.