28 Desember 2012 12:00

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri lést við köfun í Silfru fyrr í dag.  Maðurinn hafði verið á eigin vegum við annan mann að kafa í Silfru.  Maðurinn var  á um 40 metra dýpi þegar eitthvað óvænt kom uppá.  Félagi mannsins fór þegar niður og kom honum upp á yfirborðið þar sem hafnar voru lífgunartilraunir sem ekki báru árangur og maðurinn úrskurðaður látinn.  Hinn maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi vegna gruns um köfunarveiki.  Hinn látni var vanur köfun.  Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en ekki liggur fyrir hvað gerðist.   Sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra, sérfræðingar Langhelgisgæslu og köfunarsveit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu á staðinn til að nálgast köfunarbúnaðinn sem varð eftir á botni Silfru.