22 Desember 2015 18:18

Banaslys varð um klukkan 16:00 í dag á Hringveginum við bæinn Einarsstaði í Kræklingahlíð rétt norðan Akureyrar en þar rákust saman fólksbifreið og vörubifreið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem var einn í bifreiðinni lést. Tveir farþegar auk ökumanns voru í vöruflutningabifreiðinni og voru fluttir á Sjúkrahús Akureyrar. Þeir munu ekki hafa slasast alvarlega.

Ekki er unnt að birta nafn hins látna á þessu stigi.